17.3.2024 | 13:16
Á hálum is
Í starfi mínu sem leiðsögumaður hefur verið nauðsynlegt að vara erlenda gesti okkar við hálkunni okkar íslensku. Ekki er sjálfgefið að stórborgarfólk sunnan úr heimi kunni á þetta fyrirbæri.
Ég hef gjarnan hvatt fólk til að taka sér til fyrirmyndar mörgæsina, sem menn hafa eflaust séð á hreyfimyndum, og geta apað eftir göngulagið. Það er nokkuð örugg vörn gegn því að detta, 100% örugg leið, oftast nær
Flokkur: Umhverfismál | Facebook