Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Saddam allur

Í fréttum dagsins er það helst að fyrrum þjóðarleiðtogi Íraka, Saddam Hussein al Takriti, var tekinn af lífi í heimalandi sínu hinn 29. desember. Ekki ætla ég svo sem  að sýta það að karlinn er kominn fyrir ætternisstapann, en eitthvað finnst mér þó ekki alveg í lagi þarna.

Ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég óttist að íslamistar muni verða virkari í andstyggilegum uppátækjum gegn okkur í vestrinu og vilji kaupa mér frið. Það vekur mér hins vegar ugg að á þessum síðustu, upplýstu tímum skuli vera til löggjöf sem gerir dómstólum kleift að drepa fólk. Eða eru Írakar ekki upplýst fólk?

Adolf Hitler var voða, voða vondur maður. En hver hefði verið bættur með því að hann yrði drepinn? (Hann tók að vísu af okkur ómakið með því að "stytta sér leið"). Er ekki ástæða til að hefjast handa og einbeita sér að því að "betra" menn eins og betrunarhúsum (correctional facilities) er ætlað að gera?  Okkur er ofboðslega misboðið þegar ljót brot eru framin. En er alltaf lausnin að drepa þá sem hafa brotið af sér?

Þetta er bara svona pæling.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband