Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

PISA cake?

Ţađ er skammt stórra högga á milli: Fyrst kemur tilkynningin um ađ allt sé best á Íslandi og síđan kemur önnur um ađ svo sé ekki. Fyrra tilvikiđ var skýrsla frá Sameinuđu ţjóđunum sem sýndi Ísland efst á lista samkvćmt svokallađri lífskjaravísitölu. Skömmu síđar birtast niđurstöđur úttektar samkvćmt áćtlun um alţjóđlegt mat á frammistöđu námsmanna (Program for International Student Assessment) og var gerđ međal nemenda í 10. bekk í mars 2006.

Í könnuninni kemur fram ađ lesskilningi nemenda hraki á milli kannana og eins hitt ađ íslenskir unglingar standi til dćmis finnskum jafnöldrum ađ baki, líka í öđrum greinum.

Ţađ eru jafnan viđbrögđ tiltekinna hagsmunaađila ađ gera sem minnst úr svona niđurstöđum, láta eins og ţetta sé ekkert ađ marka. Ţađ er röng nálgun, tel ég. Ţetta er ekki yfirlýsing um ađ grunnskólinn sé ein rjúkandi rúst, heldur ábending um ađ hér og ţar megi gera betur.  Auđvitađ er unniđ mjög gott starf víđa í grunnskólum á Íslandi, en menn mega ekki líta svo á ađ störf ţeirra séu hafin yfir gagnrýni.

Viđbrögđ Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasamband Íslands, ţóttu mér ţess vegna afskaplega yfirveguđ og hófstillt.  Í viđtali viđ Morgunblađiđ segir Eiríkur: „Auđvitađ á mađur alltaf ađ taka allar svona athuganir alvarlega og velta fyrir sér niđurstöđunum, en mađur má samt ekki fara á taugum ţó ađ niđurstađan sé ekki eins og menn hefđu óskađ eftir“.  Fínn punktur ţarna hjá formanninum.

Hann bendir svo á ađ sú óánćgja sem hefur kraumađ međ kennurum allar götur frá árinu 2000 međ launakjör og vinnutíma, setji sannarlega mark sitt á niđurstöđurnar. Ţarna talar talsmađur stéttarfélags og leggur eđlilega áherslu á ţann flöt sem ađ hagsmunasamtökum kennara snýr.

Ţađ felst líka í orđum Eiríks áfellisdómur um ađkomu tiltekinna stjórnmálaafla ađ málefnum grunnskólans. Áriđ 2000 ţegar umrćddur samningur var gerđur, fór vinstri meirihluti međ völd í Reykjavíkurborg, ţar međ taliđ málefni grunnskólans.  Vegna stćrđar ţessa sveitarfélags gegndi borgin forystuhlutverki í samningum viđ kennara.  Ţađ má ţess vegna í mjög einföldu máli segja ađ Kennarasambandiđ megi ţakka R-listanum fyrir ţennan kjarasamning.  Um ţetta segir Eiríkur: „Ţađ liggur fyrir ađ frá árinu 2000, frá ţeim tíma er árangrinum byrjar ađ hraka, hefur ríkt bullandi óánćgja međal starfsfólks grunnskólans. Ţađ leiđir af sjálfu sér ađ ef meirihluti starfsmanna er hundóánćgđur ţá hlýtur ţađ ađ koma fram međ einhverjum hćtti og bitna á starfinu.“

Hér talar mađur sem hefur fingur á púlsi, eins og sagt er.


Svona fór um sjóferđ ...

Nćsta frétt á undan ţessari  ţar sem FL Group og Hannes Smárason koma viđ sögu, greinir frá ţví ađ Hannes krefjist ţess upp úr miđjum október ađ "gerđir samingar" standi, ţ. e. ađ samruninn milli  fjárfestingararms Orkuveitunnar og Geysir Green Energy fái ađ standa.

Ţađ fer ekki hjá ţví ađ menn velti ţví fyrir sér hvort Hannes hefđi hrökklast út úr FL Group međ ţessum hćtti ef samruninn hefđi tekist. Hefđi stađa hans ekki veriđ mun sterkari međ tugmilljarđa ţekkingarfyrirtćki í eignasafni sínu? En ţetta var allt samann stöđvađ.

Ţađ mćtti ćtla ađ iđnađarráđherra gráti fögrum tárum yfir dapurlegu gengi Hannesar í viđskiptum ţessa dagana.  Stuttbuxnaliđiđ í Sjálfstćđisflokknum kom í veg fyrir stórfenglega tilburđi hans á viđskiptasviđinu. En hvađ ţađ var leiđinlegt! Eins og hann hefur sýnt frábćra takta í háloftafimleikum á fjármálasviđi undangengin misseri. Skamm, skamm, Gísli Marteinn!!


mbl.is Baugur í 38-39% í FL
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband