Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Velheppnuđ endurlífgun í Vesturbć

Já, ţađ er um ađ gera ađ hafa fyrirsögnina nógu krassandi og hún verđur náttúrlega ađ vísa svona nokkurn veginn í áttina ađ umfjöllunarefninu.

Ástćđa ţess ađ ég tala um endurlífgun er sú ađ mánudaginn 18. júní mćtti ég aftur til hlaupa, eftir langt hlé, í Sundlaug Vorri viđ Hofsvallagötu, ţađan sem ég hef iđkađ langhlaup međ úrvalsfólki frá ţví áriđ 1991. Ţađ ár varđ ég fertugur, ákvađ ađ hćtta ađ reykja og ađ sanna hiđ fornkveđna: ađ allt vćri fertugum fćrt; hljóp mitt fyrsta maraţon ţađ áriđ en hafđi nokkrum sinnum fariđ hálft maraţon, hiđ fyrsta 1984.

Upp úr klukkan fimm mćtti ég í laugina og bjóst til ađ gera klárt í skokk ađ venju. Á leiđ í útiklefa rakst ég á gamla og nýja félaga og ţađ var eins og mađur hefđi aldrei fariđ í hlé. Sami hressi andinn og léttleikinn sveif yfir vötnum. Er ég mćtti í anddyriđ búinn til hlaupa nokkrum mínútum síđar hafđi fjölgađ ţar verulega og bćst viđ margir góđir félagar sem iđuđu í skinninu eftir ađ komast af stađ.

Rúnturinn minn var í stysta lagi, svokallađur aumingi (3 kílómetrar rúmir) en lifandi vitnisburđur um siđferđisstyrk minn og sjálfsstjórn. Ţađ er nefnilega algjörlega glórulaust ađ ćtla ađ hoppa beint inn í gamla prógrammiđ, 12 - 14 kílómetra, ţegar mađur hefur setiđ á skólabekk í heilan vetur og varla hreyft sig. Nú er bara ađ fćra sig upp á skaptiđ, auka um nokkra kílómetra í hverjum mánuđi og mađur ćtti ađ leika sér ađ 10 K í Glitnishlaupinu í sumar. Svo er ađ sjá međ hálft í Hausthlaupi Frjálsa Maraţonfélagsins.


Skondin einkunnarorđ

Um daginn rifjađist upp fyrir mér umfjöllun grínistans Dave Barry um bandarísku leyniţjónustuna, Central Intelligence Agency. Hann hefur látiđ ýmislegt flakka um menn og málefni en mér ţótti ţađ óborganlegt ţegar hann nefndi í leiđinni hvert vćri mottó CIA: "The Central Intelligence Agency Motto: "Proudly Overthrowing Fidel Castro Since 1962"

Einhver hefur til gamans tekiđ saman fleiri meint einkunnarorđ, sem Dave Barry hefur komiđ á prent, ţar á međal ţessi:

  • Alaska Official State Motto: "Brrrrrrr!" 
  • The Central Intelligence Agency Motto: "Proudly Overthrowing Fidel Castro Since 1962"
  • Iceland Motto: "Skjaarglt Kjooorsklangelt KfvoOOOOO..." ("Are There Any Boiling Mud Pools Around HeEEEEE...")
  • Microsoft Motto: "We Have Worked Out All The Buggs"

 


Í vinnuna međ pabba!

Ég sé í Blađi Allra Landsmanna ađ Árni Helgason, fyrrum nemandi okkar í Hagaskóla, er orđinn framkvćmdastjóri Stjórnmálaflokks Allra Landsmanna! Ţađ má segja ađ ţarna hafi mjög hćfur einstaklingur veriđ valinn til starfans til ađ taka viđ af öđrum mjög hćfum einstaklingi.

Ţađ er svo ekkert verra ađ Árni hefur ábyggilega fengiđ smjörţefinn af störfum á Alţingi ţví pabbi hans vinnur ţar: Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alţingis.


mbl.is Árni Helgason framkvćmdastjóri ţingflokks Sjálfstćđisflokks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ heitir áreitni ţegar veriđ er ađ áreita fólk

Alltaf ýtir ţađ jafn ónotalega viđ manni ađ heyra sömu málvilluna endurtekna ć ofan í ć vegna ţess ađ einhver málsmetandi manneskja hefur látiđ ţetta frá sér fara og fólk hefur ekki geđ í sér ađ leiđrétta villuna.

Eitt ţessara er orđasambandiđ "ađ fara erlendis" sem verđur ekki asnalegt fyrr en mađur kemur til baka. Eđa hafa menn gert mikiđ af ţví ađ koma hérlendis? Ţarna er um ađ rćđa atviksorđ sem víkur ađ dvöl á stađ rétt eins og sagt er ađ vera úti, en ekki ađ vera út. Ţeir sem fara erlendis, fara trúlega líka úti.

Af sama toga er ranga málnotkunin kynferđislegt áreiti ţegar veriđ er ađ tala um ađ hafa uppi blautlegt tal eđa ţađan af verra, ađ áreita manneskju, viđhafa áreitni. Kynferđislegt áreiti (stimulus) er svo annađ mál.

Ţess eru allmörg dćmi ađ menn sem hafa sagt eđa skrifađ einhverja vitleysu eru ekki leiđréttir, af ýmsum orsökum vafalaust. Stundum eru ţetta málsmetandi menn sem enginn vill styggja, eins og ferđamálforkólfurinn sem skrifađi upp tilkynningu fyrir gesti í fjallaskála undir Hlöđufelli fyrir nokkrum áratugum. Ţar bađ hann gesti um ađ huga ađ örikisventlinum á gaskútnum áđur en fariđ vćri úr húsinu. Alla tíđ síđan hafa ţeir sem endurnýjađ hafa tilkynninguna sýnt frumkvöđlinum ţá (sjálfsögđu) tilltssemi ađ tala um örikisventilinn!

Sagt er ađ Dwight Eisenhower, forseti Bandaríkjanna á sjötta áratugnum (1952 - 1960) hafi ćtíđ talađ um "nucelar power" eđa "nucelar bombs" ţegar kjarnorku bar á góma. Rétta nafniđ er "nuclear" sem byggt er á orđinu "nucleus" (kjarni). Af misskilinni góđmennsku tóku margir upp ţessa afbökuđu orđmynd og notuđu ćvinlega svo.

 


mbl.is Ásakanir um kynferđislegt áreiti verđa skođađar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband