Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Ánćgjuleg endurkoma

Ég skráđi mig í Jónsmessuhlaupiđ um helgina, fullur sjálfstrausts og eftirvćntingar, eftir ađ hafa skokkađ nokkrum sinnum međ mínum mönnum í Hlaupasamtökum Lýđveldisins. Ţađ var látiđ heita endurhćfingarhlaup. Ţegar inn eftir kom, varđ mér ljóst ađ langt er um liđiđ frá ţví ég tók síđast ţátt í almenningshlaupi og mikil endurnýjun hefur átt sér stađ.

Ţó mátti greina einn og einn gamlan, seigan hlaupara, eins og Vögg Magnússon (1947) sem hefur veriđ viđlođandi ÖL hópinn frá ţví á síđustu öld. Hann er léttur og öflugur og sýndi sannfćrandi takta í upphituninni og sýndi ţađ í hlaupinu ađ hann er í rífandi formi.  Hann klárađi 5 kílómetrana á 21:22 rétt fyrir aftan tugţrautarkappann Stefán Hallgrímsson (1948).  Ţriđji gamlinginn í mark var Höskuldur nokkur Kristvinsson (1949) á 25:34 og yours truly (1951) ţar á eftir á 26:18. Alls voru átta keppendur fćddir 1960 eđa fyrr sem voru á undan mér í fimm kílómetrunum.

Góđur kunningi af hlaupabrautinni vakti athygli mína á ţví ađ raunar er ţetta bara fjandi góđur tími ţegar allt er virt, aldur minn og líkamsástand eftir litlar eđa engar ćfingar undangengna mánuđi. Í nóvember 2007 gekkst ég undir ađgerđ á vinstra hné sem ég er ađ verđa góđur af, ţannig ađ ţetta var stórsigur, ekker annađ! Ég birti hér fyrir neđan tíu efstu keppendur í flokknum 50 ára og eldri:

23     21:08  Stefán Hallgrímsson         1948 
25     21:22  Vöggur Magnússon          1947 
57     23:42  Ómar Sigurvin Jónsson     1953 
80     25:06  Ragnar W Hallbergsson    1957 
87     25:34  Höskuldur Kristvinsson     1949 
106   26:18  Flosi A H Kristjánsson       1951 
117   26:49  Sigurjón Páll Ísaksson      1950 
137   27:28  Kristjana Bergsdóttir        1952 
162   28:35  Guđbjörg Árnadóttir         1958 
164   28:38  Katrín Ţorvaldsdóttir        1952

 

 


mbl.is Góđ ţátttaka í Miđnćturhlaupi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Yndisleg endurhćfing í góđu kompaníi

Sá sem hér stýrir stílvopni lagđi ađ baki 12,9 kílómetra hlaupandi eđa skokkandi í dag. Ţetta er fyrsta ćfing mín sem stendur undir nafni frá ţví einhvern tíma á síđasta ári. Lagt var upp frá Nauthólsvík upp úr klukkan hálf sex ađ stađartíma og međ í för voru Einar Ţór, Jóhanna og Helmut.

Ţađ voru ađ sönnu mikil viđbrigđi ađ leggja upp í skokk frá ţessum stađ viđ miđja Sólrúnarbrautina, einkum vegna ţess ađ ţetta hefur ekki veriđ gert áđur. Ţađ reynir á hugrekki og ćvintýrahug viđkomandi ađ leggja út í slíka óvissu. Sumir eru ekki í rónni nema ţeir fari af klćđum og brynjist hommabuxum og hlýrabol ađ Sund Laug Vorri viđ Hofsvallagötu. Ţađ hafa margir í okkar hópi gert um nokkurt skeiđ; undirritađur frá ţví í júní 1991, sumir enn lengur. Vitađ er ađ nokkrir ónefndir langhlauparar í Samtökum Vorum fyllast ónotakennd og öryggisleysi viđ ţađ ađ fara austur fyrir Snorrabraut. Vandinn er ađ sönnu ljós.

Hlaup okkar Einars Ţórs, Jóhönnu og Helmuts var fallegt, ţjóđlegt og göfugt. Stađfesta og hugrekki setti mark sitt á ćfinguna sem hófst á drjúgum spöl upp í móti međ beljandi austanstorm í fangiđ, slíkan sem sjaldan verđur eins stífur og í dag. Viđ Hlógum ađ ţeim hégóma, sögđum gamansögur og rćddum vanda íslensku krónunnar versus evru og dollar.

Fagur jarđargróđi var hvarvetna, gróskumikill og ilmandi. Ađ vanda spörkuđum viđ í Lúpínuna og hreyttum í hana ónotalegum athugasemdum; mjög Vinstri Grćnt og međvitađ. Jóhanna og Helmut voru í góđu formi og tóku á rás en blómasalinn hélt mér paról, hreyfihömluđum vesalingnum.

Leiđin lá inn í Elliđaárdal, yfir eystri álinn á mjóum planka hjá laxateljaranum viđ Gömlu Rafstöđina og eins og ađ var stefnt út á Geirsnef. Ţar var engan hundaskít eđa salmonellu ađ hafa svo ađ viđ héldum ţađan vonsviknir, barnakennarinn og blómasalinn. Ţađ var gott ađ koma aftur í Elliđaárdalinn og renna léttilega vestur Fossvogsdal međ vindinn í bakiđ. Geirsnefiđ er ekki eftirsóknarverđ lykkja nema í ţeim tilgangi einum ađ verđa sér úti um nokkur hundruđ metra ef upp á skyldi vanta.

Niđurstađa: Gullfallegur dagur í yndislegum félagsskap.


Rödd skynseminnar

Yfirdýralćknir fjallar um ísabjarnarmáliđ af ţeirri skynsemi og yfirvegun sem honum er í blóđ borin.
mbl.is Yfirdýralćknir: Rétt ákvörđun hjá lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"damned if you do and damned if you don't"

Ísbjarnarblús hinn nýi gefur trúlega einhverja skýrustu lýsinguna á ţví sem felst í enska máltćkinu í fyrirsögninni. Menn eru hneykslađir á ţví ađ dýriđ skyldi fellt. Hefđi ţađ náđ ađ skađa fólk, og hungrađir bangsar hafa átt ţađ til, ţá hefđi líka heyrst hljóđ úr horni.

Ísbirnir eru í stćrra lagi, geta orđiđ allt ađ 650 kílógrömm fullvaxnir. Umgengni viđ ţá krefst vafalaust nokkurrar varkárni, einkum ef ţeim er brugđiđ eđa ógnađ. Árásir ţeirra og annarra bjarna á fólk eru fátíđar ađ ţví ađ taliđ er. Ljóst má vera á viđbrögđum manna í ţessu tilviki ađ ţeir hafa ekki viljađ hćtta á neitt.

http://www.seaworld.org/infobooks/PolarBears/pbphysical.html


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband