Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Nefnifall eđa ţolfall?

Hér er blóđugur morgunn

um blóđugan morgun

frá blóđugum morgni

til blóđugs morguns


mbl.is Blóđugur morgun í Írak
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flott tónlist sem stenst tímans tönn

Tónlist frá Woodstock 1969:

 


Föstudagur til frćgđar?

Á miđvikudaginn var runnum viđ tćpra fjórtán kílómetra skeiđ, allt samkvćmt hefđinni. Haft var á orđi ađ tveir ţátttakendur í ţeirri ćfingu hefđu hlaupiđ hrađar en eđlilegt vćri, miđađ viđ aldur og fyrri störf. Ţetta hlyti sem sagt ađ vera dćmi um elliglöp.

Í dag kom svo í ljós ađ ţessi hinir sömu Limir Samtaka Vorra eru hreint ekkert úti í móa og engrar samúđar ţurfandi sakir síns ellihrumleika. Viđ samţykktum afbrigđi, nefnilega öfugan hring um Seltjarnarnes, međ dýfu í Seltjörn sem er reyndar ekki tjörn lengur. Leiđin var numin međ leiđsögutćki (GPS) og má sjá hana teiknađa á kort hér fyrir neđan. Tímamćling var framkvćmd og yfirlit sést á mynd ţar fyrir neđan. Gömlu mennirnir eru sem sagt í fullu fjöri!

 

Kort af leiđinni í dag:

Kort2808

Tímatafla dagsins:

Tafla2808


Langar ţig í steinbít?

Á Barđaströndinni eru börnin víst alin mikiđ á steinbít og af honum fá ţau styrk í kroppinn og rođa í vanga. Ţađ er lang-besti fiskurinn og svo er langan líka góđ Smile

 


mbl.is Hljóp tvo hringi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lazy Thursday afternoon

Ég mátti til međ ađ nota siđdegiđ í dag til útivistar. Ţar sem ég tók hressilega á ţví í gćr í hlaupunum, var ekki annađ í stöđunni en ađ hjóla.

Fariđ var ađ ţessu sinni af Sörlaskjólinu og út á Nes, kringum golfvöllinn, ađ Gróttu og svo fylgdi ég ströndinni meira og minna inn í Elliđavog. Ţar fór ég um Elliđaárdal ađ Blesugróf og svo vestur úr um Fossvogsdalinn.

Kort af leiđinni:

Kort2708

Tímataflan í dag:

Tafla2708


Hrađur miđvikudagur

Enn eru menn ađ trappa sig niđur eftir Reykjavíkurmaraţoniđ, en ţeir sem tóku hálft og ćtla til Berlínar eiga ađ halda sig viđ efniđ. Í dag var ţriggja brúa hlaup á dagskrá međ vaxandi hrađa. Vćntanlegir Berlínarfarar tóku á rás og héldu stífu tempói í tćpa fjórtán kílómetra.

Nćst á eftir ţeim, ţó ćtíđ í sjónmáli, voru tveir gamlir og ólseigir langhlauparar sem héldu jafnađartempói upp á rúmar fimm mínútur á kílómetrann. Ţar af voru ţrír kílómetrar í samfellu á pace 4:40 til 4:45 mín/K. Sá sem hér stýrir stílvopni átti ţar hlut ađ máli og viđurkennir hér og nú ađ ţetta hafi reynt dálítiđ á, en ţó var ekki keyrt á ýtrasta krafti.

Öldugatan reyndi talsvert á en ţó var hrađinn á ţeim kafla bara viđunandi, eđa 5:23 mín/K. Ćfingin í heild var afskaplega ánćgjuleg og ég bćtti meira ađ segja hjólatúr austur í bć viđ afrek dagsins í útivist og íţróttum. Ţađ var sem sagt afgangur af orku! Flottur dagur!

Kort af leiđinni í dag:

Kort2608

Tímataflan í dag:

Tafla2608


... no such thing as a free lunch

Ţađ er illt ef blankheit foreldra koma niđur á börnunum ţannig ađ ţau fá ekki mat í skólanum.

Ţó svo maturinn kosti sitt, ţá hlýtur ađ vera hćgt ađ koma til móts viđ fjölskyldurnar í einstökum tilvikum og sleppa ţeim tímabundiđ eđa alveg viđ ţennan kostnađ, enda sé ljóst ađ tekjur hafa hćtt ađ berast.

Í einum skóla í 109 segir skólastjórinn ađ hann "tékki" ekki á ţví hvort börnin séu í áskrift eđa búin ađ borga. Útgangspunkturinn er sá ađ barn sem kemur í mötuneytiđ fćr mat á sinn disk. Ţađ er spurt um greiđslur eftir á. Óljóst er hvort mötuneytiđ hefur neikvćđa rekstrarniđurstöđu vegna ţessa.

Í einum skóla í 107 hefur ţađ gerst ađ mötuneytisgjald var fellt niđur eitt eđa tvö tímabil hjá einstaka fjölskyldum vegna ţess ađ illa stóđ á. Kostnađur viđ efniskaup fór ekki fram úr tekjum viđ ţađ.

Verđi gengiđ í ţađ ađ fella niđur eđa fresta greiđslu mataráskriftar mun sá kostnađur leggjast á skattgreiđendur. Ţetta er kallađ samneysla og er almennt ekki litiđ hornauga. Er nokkuđ verra ađ ég greiđi niđur matarkostnađ skólabarna heldur er ađ ég greiđi niđur sjúkrahúsvist einhverra einstaklinga sem mér eru vandalausir?


mbl.is Sagt ađ semja um eldri skuld til ađ fá nýja mataráskrift
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjólatúr um fimm sveitarfélög

Í dag barst okkur í Hlaupasamtökum Lýđveldisins herkvađning. Stutt er á milli ţeirra sem eru í efstu sćtunum í samkeppni stóru skokkhópanna á Hlaupadagbókinni. Ég dreif mig út á hjóli og naut útivistar í eina fjóra klukkutíma. Niđurstađan var 66 kílómetrar, sbr. kort og tímatafla sem fylgir.

 Kort af leiđ dagsins:

Kort2508

 Neđri hluti tímatöflunnar:

Tafla2508


Ađ loknu Reykjavíkurmaraţoni

Ţađ má ekki láta deigan síga, ţó ţátttaka í Reykjavíkurmaraţoni sé afstađin. Ţví var ţađ ađ viđ höfđum góđa, ţétta ćfingu á dagskrá í dag, tveimur dögum eftir ađ meginţorri félagsmanna hljóp hálft eđa heilt maraţon.

Ţađ var međ ýmsum hćtti hve menn voru stirđir í útlimum eftir átökin, en sumir virtust vera óţreyttir međ öllu og fóru hringinn um Flugvöll á pace -5/K ef marka má tímatöflu undirritađs, en hún sýnir hrađa ţess hlaupara sem var framarlega í hópnum međ mesta hlaupagikkinn eina 500 metra á undan sér.

Ćfingin reyndi ekkert gríđarlega á mig, og mér veittist auđvelt ađ halda sama hrađa og í keppnishlaupinu tveimur dögum fyrr. Ţađ er mér merki um ađ skrokkurinn er í nokkuđ góđu lagi og ég hlakka til ađ halda áfram ćfingum í haust og vetur.  

Kort af leiđinni í dag:

Kort2408

Tímaaflan

Tafla2408


Fyrirmyndir ungdómsins

Mikiđ gerđi ţađ nú sálartetrinu gott ađ sjá myndina af "stelpunum okkar" utan á Mogganum í morgun. Ţađ var svo bjart yfir myndinni, stelpurnar skellihlćjandi yfir apakattarlátunum í ţjálfaranum. Hópurinn er hreystin uppmáluđ og má ađ sönnu vera börnum og unglingum, stúlkum jafnt sem piltum, fyrirmynd. Ég óska stelpunum alls hins besta í keppninni, en myndin og sú hlýja og gleđi sem hún framkallar, er góđ byrjun.

Ragnar_Eyjolfsson


mbl.is Mikilvćgt ađ byrja vel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband