Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Langhlaup eru einmanaleg iđja, ójá!

Ţađ hendir ekki oft ađ vinnan slíti daginn sundur fyrir Gamla Barnakennaranum, en einu sinni verđur allt fyrst! Ţađ gerđist sem sagt í dag ađ hann mćtti of seint til ćfinga hjá Hlaupasamtökum Lýđveldisins og skokkađi af stađ aleinn fimmtán mínútum eftir ađ hinir héldu í hann.

Ţađ kom sárlega í ljós í dag hve langhlaup geta veriđ einmanaleg iđja, full af andbyr og erfiđleikum. Á var norđan garri, ekki svo kalt en vindurinn gerđi ţađ ađ verkum ađ manni fannst vera kominn vetur. Stefnan var tekin á hefđbundiđ Ţriggja-brúa-hlaup og gekk vel framan af, ţó stífur strengur vćri á hliđ mest alla leiđ inn í Nauthólsvík.

Viđ brúna yfir Kringlumýrarbraut mćtti ég Framvarđasveit Hlaupasamtaka Lýđveldisins: Löve, Hólm og Doktor Jóhönnu fremst en Pétur, Heiđar og Friđrik kaupmađur fylgdu fast á eftir. Hćgt var ađ snúa viđ og fylgja í humátt eftir ţeim, en ţađ var tćpast fýsilegri kostur en ađ klára hringinn í gegnum 103 og niđur Kringlumýrarbraut.

Nema hvađ: ég ákvađ ađ halda áćtlun og skokkađi í rólegheitum upp Boggabrekkuna og í gegnum Háaleitishverfiđ. Ţar var nokkurt skjól ađ hafa og naut ég ţess međan ţađ varđi. Svo kom Kringlumýrarbrautin! Mikiđ andsk.... var napurt af fara ţessa metra frá Miklubrautinni og niđur á Sćbraut í hífandi norđanátt og vćnum sveim af haustlaufum. En ţađ var einkar gott ţegar heim var komiđ!

Ţađ kom mér á óvart ţegar ég kíkti á tímatöfluna ađ ţetta hafđi ekki veriđ svo afleit frammistađa í heildina tekiđ. Ég átti satt ađ segja von á ţví ađ međaltíminn vćri snöggtum lakari, ţar sem mađur tommađist vart áfram ţegar verst lét. En skriđţunginn er samur viđ sig og áđur fyrr og ţađ tókst ađ halda 5:30 - 5:40 hrađa ţó nokkuđ lengi. Flott ćfing!

Kort af leiđinni, ný gerđ er komin í umferđ í tölvunni

Kort0310

Tímataflan:

Tafla0310

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband