Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Hrafnreyđur og langreyđur

Hrefnan og finnhvalur eru tveir ţeirra reyđarhvala, sem ásamt sandreyđi, hafa allt fram á síđustu ár veriđ veiddir viđ Ísland samkvćmt fyrirfram ákveđnum kvóta.

Á árunum milli 1970 og 1980 var taliđ óhćtt ađ taka 264 langreyđar á hverju ári ađ jafnađi, en nćđist ekki upp í kvótann eitt áriđ, mátti veiđa ţađ sem út af stóđ hiđ nćsta veiđiár á eftir. Ţessi veiđi, ásamt veiđi á sandreyđi, fór fram á vegum Hvals, hf. í Hafnarfirđi og laut afskaplega ströngum reglum varđandi stćrđ dýra og önnur atriđi. Vćri brugđiđ út af reglunum máttu áhafnir sćta ţví ađ missa allan hlut sinn í veiđi ţess dýrs.

Mótmćli gegn veiđunum á ţessum tíma voru ćvinlega á grundvelli annarra sjónarmiđa en ţeirra er vörđuđu ábyrga nýtingu stofnanna.  Einkum var horft til ţess ađ um vćri ađ rćđa fallegar skepnur, međ heitt blóđ og annađ í ţeim dúr. Ţau sjónarmiđ virđast enn ţann dag í dag ráđa ţví ađ menn leggjast gegn hvalveiđum Íslendinga. Hjartagćska er ţar í fyrirrúmi og vísindaleg rök koma ţar á eftir. Menn hafa jafnan veriđ tilbúnir til ađ leggja mikiđ á sig til ađ slá skjaldborg um ţessa vesalings fjarskyldu frćndur okkar úr hafdjúpunum. Synd ađ palestínsku börnin skuli ekki vekja međ mönnum viđlíka ástartilfinningu!

ps. reyđur er kvenkynsorđ sem beygist eins og Sigríđur: reyđurin - reyđina - reyđinni - reyđarinnar.


mbl.is IFAW: Undrun og vonbrigđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hringur um Vatnsmýrarflugvöll

ganga_kort

 

 

 

 

 

 

Gamli barnakennarinn nennti ekki ađ hlaupa ţennan föstudaginn en brá heldur á ţađ ráđ ađ rölta í kringum Flugvöll eftir kvöldmat. Eins og viđ mátti búast var veđriđ alls konar; ég lagđi af stađ í meinlausu veđri og nokkuđ björtu og gekk síđasta hálftímann í hríđarkófi af vestri og norđri. Beit í kinn - en bara gott smile

 

ganga_tafla

Vegalengdin sem ég gekk var ekki frábrugđin ţví sem gengur og gerist í skokkćfingum í miđri viku. Mađur er ađ fara ţetta átta til tíu kílómetra ađ jafnađi. Venjulegur hringur utan um Flugvöll er átta og hálfur kílómetri, en ţá er lagt upp frá Sundlauginni sem lengir leiđina í annan endann. Ekki langar mig til ađ fara styttri hring á ţessu svćđi!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband